30/10/2024

Fuglalífið í blóma

Æðarfugl á Ströndum – ljósmyndir Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is

Það er fjör í fuglalífinu á Ströndum þessa dagana. Sumar æðarkollurnar eru komnar með unga, en aðrar er nýbúnar að verpa. Sama gildir um tjaldinn og víða eru líka farnir að sjást gæsar- og álftarungar. Teisturnar verptu snemma í júní og von er á ungum úr eggjunum í byrjun júlí. Kríuungar sjást ekki enn, en dálítið af eggjum.