22/12/2024

Fræðsla um einelti og neikvæð samskipti

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands heldur fund á Hólmavík í dag, miðvikudaginn 6. september. Sérsvið hennar er einelti, tómstunda- og leiðtogafræði. Hún hittir alla nemendur grunnskólans á Hólmavík, foreldra og starfsfólk grunnskóla, tómstunda og íþróttastarfs. Vanda fjallar um einelti og neikvæð samskipti á fundi sem haldinn verður fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa kl. 17:00 – 18:30 í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarseturs.