22/12/2024

Flugeldasala á Drangsnesi

Flugeldasala er ein af fjáröflunarleiðum björgunarsveitanna í landinu og líka á Ströndum. Þetta kemur fram í áhugaverðu útvarpsviðtali við Ingólf Árna Haraldsson formann Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi í morgun (byrjar á mín. 6:50). Opnunartími flugeldasölu sveitarinnar á Drangsnesi fyrir áramótin eru eftirfarandi: Fimmtudaginn 29. des. er opið 19:00-21:00, föstudaginn 30. des. er opið 16:00-18:00 og 19:00-21:00 og á gamlársdag er opið 12:30-14:30.

Einnig er hægt að hringja í síma 777-0206 ef opnunartími hentar ekki.