22/12/2024

Búið að draga í annað sinn í heimabingóinu

645-bingo
Nú eru hlutirnir farnir að gerast hratt og búið er að draga út aðrar tíu tölur í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum. Hér koma tölur dagsins: B-5, B-6, B-7, B-14, I-18, I-20, I-25, I-27,  N-41 og N-44.  Næstu tölur verða svo birtar á milli tólf og tvö á laugardag. Þátttakendum er bent á að gera merki við þær tölur sem þeir eru búnir að fá á bingóspjöldunum sínum, en þær verða þó að vera sýnilegar til að hægt sé að staðfesta að um vinningsmiða sé að ræða ef til þess kemur.