22/12/2024

Breytingar á aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar

Árneshreppur hefur birt umhverfisskýrslu og tillögur að breytingum á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Jafnframt er auglýst eftir athugasemdum. Fyrirhugað er að byggja vegi og reisa vinnubúðir vegna rannsókna í tengslum við hönnun virkjunarinnar. Þetta kemur fram á vefnum ruv.is og þar eru nánari upplýsingar um málið.