26/12/2024

Árdís Rut sigraði í karókíinu

Árleg karókíkeppni Café Riis var haldin á Hólmavík í kvöld og var fjölmenni og mikil stemmning á keppninni sem fór fram í Bragganum. Það var Árdís Rut Einarsdóttir sem keppti fyrir Hólmadrang sem fór með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni. Í öðru sæti varð Barbara Ósk Guðbjartsdóttir og Jón Halldórsson varð þriðji. Skemmtilegasti keppandinn var valinn Arnar S. Jónsson, en salurinn kaus vinningshafana. Meðfylgjandi vídeó er af sigursöngnum, en það var lagið I Kissed a Girl í flutningi Árdísar, sem Katy Perry gerði upphaflega vinsælt.