23/12/2024

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

580-grunnskolinn

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 7. október, kl 17:30 í Hnyðju á Hólmavík. Á dagskrá aðalfundar eru samkvæmt samþykktum félagsins; Kosning nýrrar stjórnar, Kynning reikninga, Ávarp íþrótta- og tómstundafulltrúa og Önnur mál. Allir foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir.