01/11/2024

Myndir frá Þorrablóti á Hólmavík

Þorri Hólmavík 2016

Um síðustu helgi var haldið ljómandi skemmtilegt þorrablót á Hólmavík. Mæting var með ágætum, maturinn frá Café Riis góður að vanda, stórskemmtileg skemmtiatriði sem nefndin sá um og Halli og Þórunn sáu um fjörið á ballinu á eftir. Allt fór vel fram og gleðin var við völd. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina á meðan á skemmtiatriðum stóð en lagði hana á hilluna þegar dansinn hófst, að venju. Það eru konurnar í Strandabyggð sem sjá jafnan um þorrablótið, en nefnd karla sér um Góugleði. Góan verður haldin þann 27. febrúar næstkomandi.

IMG_1471 (2) IMG_1478 (2) IMG_1483 (2) IMG_1493 (2) IMG_1494 (2) IMG_1514 (2) IMG_1516 (2) IMG_1528 (2) IMG_1568 (2) IMG_1576 (2) IMG_1579 (2) IMG_1587 (2) IMG_1593 (2) IMG_1606 (2) IMG_1617 (2) IMG_1625 (2) IMG_1635 (2) IMG_1639 (2) IMG_1642 (2) IMG_1682 (2) IMG_1712 (2) IMG_1731 (2)

Skemmtiatriði á Þorrablóti á Hólmavík 2016 – á neðstu myndinni má sjá nefndina sem sér um blótið næst – ljósm. Jón Jónsson