22/11/2024

Ýmislegt um að vera í vikunni

Það er alltaf eitthvað um að vera þegar líður að jólum. Frá og með mánudeginum 12. desember  verður sölumarkaður Strandakúnstar í golfskálanum opinn alla virka daga frá 16-18, en á næstu helgi verður opið frá 13-16. Tónleikar með Regínu Ósk verða í Hólmavíkurkirkju þriðjudagskvöld kl. 20 og syngur barnakórinn á Hólmavík með. Á fimmtudaginn eru Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík kl. 14 og jólaball á eftir, en sú skemmtun er í Félagsheimilinu. Á föstudag verður kökusala í anddyri KSH, eftir hádegið. Þá verður bingó á sunnudaginn kemur í Félagsheimilinu, 18. desember kl. 16, en fyrir því standa Danmerkurfarar í 8.-9. bekk.