22/12/2024

Willtir Westfirðir komnir á DVD

Heimildarmyndin um Vestfirði, Willtir Westfirðir, eftir Kára G. Schram er komin út á DVD. Þættirnir voru sýndir í Sjónvarpinu síðastliðið sumar og voru tilnefndir til Eddu verðlaunanna. Í þáttunum er farið vítt og breitt um Vestfirði og íbúar teknir tali um margvísleg málefni. Fjallað er um mannlíf, menningu og matargerð og ferðast er um land, sjó og loftin blá frá Látrabjargi að Hornströndum auk Reykhólasveitar og Strandasýslu. Báðir þættirnir eru á þessum eina diski og þar er að finna bæði íslenska og enska útgáfu af þeim. DVD diskinn er hægt að nálgast í sölubúð Galdrasafnsins á Hólmavík og einnig í sölubúð Strandagaldurs á vefnum með því að smella hér.