02/11/2024

Willtir Westfirðir

Á dagskrá Ríkissjónvarpsins á mánudag og þriðjudag verða tveir þættir um villta náttúru Vestfjarða, mannlíf, menningu og matargerð undir berum himni. Ferðast er um allan Vestfjarðakjálkann, land, sjó og loftin blá. Meðal annars er farið í smalamennsku við Blakknes, fylgst með sviðagerð upp á gamla mátann, grillað með skipstjórakempum á Suðureyri, skellt upp villibráðaveislu fyrir sveitunga í Reykhólasveit, víkingar á Þingeyri heimsóttir og Jón Kr. Ólafsson syngur við eldhúsvaskinn heima á Bíldudal. Þættina gerði Kári G. Schram.