30/10/2024

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í Hólmavíkurkirkju mðvikudaginn 10. maí og fimmtudaginn 11. maí og hefjast bæði kvöldin klukkan 19:30. Á tónleikunum koma fram nemendur Tónskólans og munu þeir flytja lög sín einir og í samspili með öðrum nemendum og kennurum. Kór 1.-5. bekkjar grunnskólans flytur einnig nokkur lög. Meginreglan er sú að fyrra kvöldið koma fram nemendur 1.-5. bekkjar það seinna nemendur í 6.-10. bekk. Allir eru hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá Tónskólanum.