06/01/2025

Vorsýning Lækjarbrekku

Á laugardaginn næsta, þann 12. maí, verður sannkallaður hátíðisdagur í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík. Þá er sett upp hin árlega vorsýning leikskólastarfsins sem er sýning á verkum sem börnin hafa unnið í vetur. Boðið verður upp á létta hressingu og allir eru hjartanlega velkomnir á milli kl. 13 til 15. Sjá nánar: Leikskólinn Lækjarbrekka.