22/12/2024

Vorsýning í Grunnskóla Hólmavíkur í dag

Vordagurinn í fyrraNú er prófum lokið í Grunnskólanum á Hólmavík og sumarfrí og fjör allsráðandi. Í dag er vorsýning í skólanum frá kl. 16:00-19:00 og eru allir velkomnir á sýninguna. Þar geta gestir m.a. séð afrakstur af handavinnu nemenda í vetur. Vorskóli þeirra nemenda sem mæta í 6 ára bekk í haust hefur verið starfandi síðustu daga og í morgun var vordagur í skólanum þar sem starfsmenn og nemendur skemmtu sér saman í leikjum í blíðskaparveðrinu. Skólaslit verða 2. júní í Hólmavíkurkirkju kl. 13:00.