26/12/2024

Vorönnin að hefjast

Nú er Fræðslumiðstöð Vestfjarða farin að huga að námskeiðum á vorönn hér á Ströndum. Þegar hefur eitt námskeið verið tímasett, en það er skrautskriftarnámskeið sem haldið verður í lok febrúar. Þá er verið að kanna grundvöllinn fyrir Photoshop námskeiði á Hólmavík sem hefst þá 24. janúar og tölvunámskeiði á Drangsnesi. Kristín S. Einarsdóttir er umboðsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum og eru Strandamenn hvattir til að koma hugmyndum að námskeiðum, og skráningum á námskeið, til hennar.

Netfangið er stina@holmavik.is og símanúmerið 8673164. Forsvarsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar eru mjg áhugasamir um að efla námskeiðahald á svæðinu og sýndi það sig ágætlega í fjölbreyttu framboði á námskeiðum á síðasta ári.