22/12/2024

Vorball Átthagafélags Strandamanna

Hið árlega vorball Átthagafélags Strandamanna verður haldið í Breiðfirðingabúð laugardagskvöldið 19. apríl. Hin sívinsæla hljómsveit Klassík, Haukur Ingibergsson og félagar, halda þá uppi fjörinu frá kl. 22:00 – 02:00. Í fréttatilkynningu frá Átthagafélaginu segir að nú sé um að gera að dusta rykið af dansskónum, skella sér í fjörið og hitta brottflutta og núverandi Strandamenn sem leið eiga í höfuðborgina á skemmtilegu balli.

Af öðrum atburðum sem framundan eru hjá Átthagafélaginu má nefna:

# Kaffidagur fjölskyldunnar verður í Gullhömrum 4. maí kl. 15:00.
# Aðalfundur Átthagafélagsins verður í Gullhömrum 7. maí kl. 20:30.
# Vortónleikar kórs Átthagafélagsins verða í Árbæjarkirkju 18. maí kl. 17:00.