23/12/2024

Vor í lofti

Það er vor í lofti á Ströndum, sauðburður stendur nú sem hæst og farfuglarnir allflestir komnir til landsins. Á meðfylgjandi mynd stendur steindepill á staur, en spóinn er nýlega mættur til leiks og krían er komin í Trékyllisvík og víðar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur farið í nokkur fjörurölt undanfarna daga og fest fugla á filmu.