22/12/2024

Vonskuveður á Ströndum

Það er búið vera sannkallað skítaveður alls staðar á Ströndum frá því í nótt. Mikil rigning fylgdi óveðrinu í nótt og í morgun, en hún hefur nú breyst í slyddu og snjókomu. Vindhraði hefur verið allnokkur, mældist m.a. 27 m/sek í Litlu-Ávík kl. 12:00. Veðrið verður áfram leiðinlegt skv. Veðurstofu Íslands, en spáin er á þann veg að gert er ráð fyrir suðvestan 15-25 m/sek og skúrum í dag og síðan norðan 15-23 með snjókomu í kvöld og nótt, en lægir mjög og rofar til á morgun. Hiti 2 til 5 stig, en frystir í kvöld. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á þvælingi um Hólmavík nú rétt fyrir hádegi og smellti af nokkrum myndum í óveðrinu.

Ekki er vitað til þess að björgunarsveitir á Ströndum hafi verið kallaðar út, en þó er vitað um fokskemmdir á nokkrum stöðum og án efa hafa margir Strandamenn þurft að þurrka upp leka eftir úrkomuna sem verið hefur. Einnig má bæta því við að Vegagerðin beinir því til vegfarenda að fara með mikilli gát á Vesturlandi, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna hvassviðris. 

1

bottom

frettamyndir/2006/350-ovedur1.jpg

frettamyndir/2006/580-ovedurnov2.jpg

frettamyndir/2006/580-ovedurnov4.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson.