Eins og kunnugt er hefur Skipulagsstofnun ríkisins haft til umfjöllunar matsskýrslu sem unnin er fyrir Leið ehf um umhverfisáhrif vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Ætlunin var að skila úrskurði um framkvæmdirnar síðasta dag í ágúst, en lítilsháttar tafir verða á því. Að sögn Jakobs Gunnarssonar sérfræðings hjá Skipulagsstofnun er von á úrskurði stofnunarinnar í næstu viku og þá kemur í ljós hvort fallist er á framkvæmdina og hvort einhver skilyrði eru sett.