Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnun með nafnið The Nauteyri Project sem hefur það að markmiði að kaupa jörðina Nauteyri við Ísafjarðardjúp af sveitarfélaginu Strandabyggð. Þar er síðan ætlunin að koma á laggirnar friðlandi og náttúruverndarsvæði, auk þess að starfrækt verði þar vistvæn og sjálfbær ferðaþjónusta. Einnig er markmiðið að fræðimenn og rannsakendur sem einbeita sér að náttúruvernd og sjálfbærni eigi þar athvarf og öruggt skjól. Bak við verkefnið eru tveir bretar, Alex Elliott og Brad Houldcroft, sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár. Nánar má fræðast um The Nauteyri Project á vefnum www.nauteyri.wordpress.com.
Á vef verkefnsins The Nauteyri Project segir að hæsta boð sem borist hafi í jörðina Nauteyri sé 40 milljónir.