21/11/2024

Vísnasmiðir allra landa

Fuglahræðan - tryggur ritstjórnarfulltrúiNú í tilefni af mánaðarafmæli vefjarins strandir.saudfjarsetur.is hefur verið gerð sú mikla bragarbót á spjalltorginu að einum flokki hefur verið bætt við og annar felldur niður. Flokkurinn Um heima og geima hafði ekkert að geyma svo hann var felldur út og spjall í honum fært undir Strandamannaspjallið eða Um vefinn. Þess í stað hefur verið stofnað Hagyrðingahorn undir spjalltorginu þar sem menn mega gjarnan skilja eftir skilaboð í bundnu máli um hvaðeina sem þeim þykir þess virði að yrkja um.


Hornið er tómt enn sem komið er, en vonast er til að þar muni margir fyrripartar og botnar líta dagsins ljós. Mönnum er leyfilegt að yrkja undir dulnefni, vilji þeir ekki láta bendla sig við skáldskap, en óheimilt er að yrkja níð um nágrannann.