22/12/2024

Vinabæjarmót í Hole í Noregi

Íbúar Hole færa Hólmvíkingum jólatréDagana 21.-24. ágúst í sumar verður vinabæjarmót haldið í Hole í Noregi, en bærinn er einn af vinabæjum Hólmavíkur á Norðurlöndunum. Hefur sveitarstjórn Strandabyggðar ákveðið að styrkja fjóra fulltrúa frá Strandabyggð á mótið. Á dagskrá mótsins að þessu sinni verða hefðir í matargerð og breyttar matarvenjur, auk þess sem eitt þema heimsóknarinnar er menning, frásagnahefðir og ævintýri. Þá verða samráðsfundir með sveitarstjórnarmönnum um málefni sveitarfélaga og sameiginleg hugðarefni. Þeir sem áhuga hafa á að verða fulltrúar Strandabyggðar á þessu vinarbæjarmóti geta sent inn umsókn til skrifstofu Strandabyggðar merktar Vinarbæjamót fyrir 6. júní.