22/12/2024

Viltu finna milljón? í kvöld

Hinn geggjaði gamanleikur, Viltu finna milljón? verður sýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og hefst sýningin klukkan 20:00. Þetta er síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á verkinu sem er fyrirhuguð á Hólmavík, en einnig eru á dagskrá sýningar í Keflavík laugardaginn 6. júní og Árnesi í Trékyllisvík þriðjudaginn 16. júní. Viltu finna milljón er fjörugur gamanfarsi þar sem málin flækjast allverulega áður en upp er staðið.