23/12/2024

Viðgerðir á Félagsheimilinu framundan

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í byrjun október kom fram að eigendur Félagsheimilisins á Hólmavík höfðu þá fundað og rætt  rekstur hússins. Vildu eigendur ráða húsvörð í 20% starf og sæi hann um rekstur þess og viðhald. Fram kom að töluverð þörf er á viðhaldi og margt þurfi að gera til að koma húsinu í sæmilegt horf. Þá samþykktu eigendur að þeir myndu sjálfir mála og ditta að húsinu, t.d. klára þakskegg sem ekki hefur enn verið lokið við frá byggingu hússins og setja klæðningu í loft á anddyri. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í framhaldi af þessu að kaupa efni svo hægt yrði að fara í viðhaldsvinnu hið fyrsta, en ákvað að bíða með að ráða húsvörð og skoða aðra kosti.

Aldrei hefur verið gengið frá þakkassa Félagsheimilisins en hann er í stærri kantinum – ljósm. Jón Jónsson