Fyrsti vetrardagur var um síðustu helgi og snjórinn hylur nú Strandir að miklu leyti, þó ekki hafi snjóað líkt því eins mikið og til dæmis um miðbik Norðurlands. Krakkarnir í Grunnskólanum á Hólmavík gripu tækifærið í gær þegar hlánaði og gerði snjókarlaveður og hnoðuðu saman nokkrum körlum og kerlingum. Eins og sjá má af myndunum hafa nemendur Grunnskólans greinilega lært fyrir löngu að samtakamátturinn skiptir miklu máli og kemur að góðum notum þegar koma á stórvirkjum á fót.
Að reisa snjókarl er góð skemmtun – Ljósm. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir