22/12/2024

Veturinn gerði vart við sig vetrardaginn fyrsta

20151024_145629

Fyrsti vetrardagur var á laugardag og í tilefni dagsins hafði snjóað dálítið á Ströndum og um helgina var frost og smáél öðru hverju. Meðfylgjandi mynd er tekin í Steinadal í Kollafirði á sunnudag, þar sem verið var að stússast í fé. Þarna var þá grái og hvíti liturinn allsráðandi og hálka var víða á vegum um Strandir. Ekkert að ráði varð þó úr spáðu óveðri á föstudaginn.