22/12/2024

Vetrartími á ýmsum stöðum

Opnunartímar breytast á nokkrum þjónustustöðum á Ströndum nú um mánaðarmótin ágúst og september. Þannig hefur Handverksbúð Strandakúnstar og Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík nú verið lokað þetta sumarið, þótt áfram verði svarað í síma og erindum sem berast í tölvupósti eins og venjan er yfir veturinn. Sauðfjársetrið í Sævangi er nú frá mánaðarmótunum einungis opið eftir samkomulagi, en Galdrasýnining á Hólmavík er hins vegar opin eins og venjulega milli 10-18 alla daga fram í miðjan september. Nokkuð er síðan veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík var lokað eftir sumartörnina.