22/12/2024

Vestfjarðavíkingurinn á Ströndum

Kraftakapparnir knáu sem leiða saman hesta sína í Vestfjarðavíkingnum 2011 eru þessa dagana í óðaönn að gera sig klára fyrir keppnina. Þessi árlega keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 7.-9. júlí að þessu sinni, víðsvegar  um Vestfirði. Upphafsgreinin fer fram við Galdrasafnið á Hólmavík fimmtudaginn 7. júlí kl. 13:00 og í kjölfarið spreyta keppendur sig á íþróttavellinum á Drangsnesi kl. 15:30. Nánar má fræðast um keppnina á www.kraftamenn.is.