Vestfjarðavíkingurinn fer fram dagana 2. til 4. júlí í ár, víðsvegar um Vestfirði. Fyrsta keppnisgreinin fer fram fimmtudaginn 2. júlí kl. 14:00 í sundlauginni á Hólmavík, en síðar sama dag kl. 18:00 verður önnur keppnisgreinin í Heydal í Mjóafirði. Magnús Ver Magnússon hefur unnið Vestfjarðavíkinginn oftast allra eða 12 sinnum, en Stefán Sölvi Pétursson vann yfirburðasigur í fyrra. Keppnisplanið er þannig:
Fimmtudagur 2. júlí
kl. 14 Hólmavík (í sundlauginni)
kl. 18 Mjóifjörður (í Heydal)
Föstudagur 3. júlí
kl. 12 Súðavík (í Raggagarði)
kl. 15 Suðureyri (á Sjöstjörnunni)
kl. 18 Ísafjörður (á Silfurtorginu)
Laugardagur 4. júlí
kl. 12 Bolungarvík (við Grunnskólann)
kl. 16 Þingeyri (við kirkjuna)
kl. 17 Þingeyri (Víkingasvæðinu)