Keppnin um Vestfjarðavíkinginn 2013 fer fram dagana 4.-6. júlí. Keppt verður í átta greinum víðsvegar um Vestfirði og mæta 11 kraftakarlar til leiks. Víkingurinn er af flestum talið mót ársins og ekkert aflraunamót á Íslandi sem jafnast á við þetta. Keppnin hefst í hádeginu fimmtudaginn 4. júlí í sundlauginni á Hólmavík og seinna um daginn kl. 15:30 verður keppt við frystihúsið á Drangsnesi. Fyrsta degi Vestfjarðavíkingsins lýkur svo með þriðju keppnisgreininni í Heydal í Mjóafirði kl. 18:00. Keppendur halda síðan áfram áleiðis vestur á firði.