30/10/2024

Vestfjarðasamfés á Hólmavík tókst afbragðsvel

Í gær var haldin mikil söngkeppni unglinga í félagsmiðstöðvum á Vestfjörðum í félagsheimilinu á Hólmavík. Viðburðurinn tókst afar vel og var aðstandendum til sóma. Mikill fjöldi áhorfenda á öllum aldri var viðstaddur, troðfullt hús. Stórir hópar ungmenna komu á staðinn og fluttu söngvarar í hópnum sem sigrað höfðu í undankeppnum hver á sínum stað 10 stórmögnuð atriði, þar af voru 4 frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík. Það var söngkonan Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sem stóð uppi sem sigurvegari eftir glæsilegan söng og sviðsframkomu. Hún kemst á landskeppni Samfés fyrir hönd Vestfirðinga og óskar vefurinn strandir.saudfjarsetur.is henni hjartanlega til hamingju og efast ekki um gott gengi atriðsins í þeirri keppni.

0

Samfés á Hólmavík

atburdir/2011/640-samf9.jpg

atburdir/2011/640-samf7.jpg

atburdir/2011/640-samf6.jpg

atburdir/2011/640-samf5.jpg

atburdir/2011/640-samf3.jpg

atburdir/2011/640-samf20.jpg

atburdir/2011/640-samf2.jpg

atburdir/2011/640-samf18.jpg

atburdir/2011/640-samf17.jpg

atburdir/2011/640-samf16.jpg

atburdir/2011/640-samf14.jpg

atburdir/2011/640-samf13.jpg

atburdir/2011/640-samf12.jpg

atburdir/2011/640-samf10.jpg

atburdir/2011/640-samf1.jpg

Vestfjarðasamfés á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson