22/11/2024

Vestfirskir sveitarstjórnarmenn hitta þingmenn á Hólmavík

Fjórðungssamband Vestfirðinga stendur fyrir fundi þingmanna Norðurvesturkjördæmis og sveitarstjórnarfólks á Vestfjörðum á Hólmavík í dag, fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá verður m.a. umfjöllun um stöðu atvinnulífs og byggðar, nýjar og sértækar aðferðir sem gagnast landssvæði í stöðugum samdrætti, samgöngu- og heilbrigðismál, sóknaráætlun landshluta, frumvarp til fjárlaga 2012 og nýtingaráætlun strandsvæða.

Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru níu og sitja þeir í eftirfarandi nefndum á Alþingi, auk þess sem tveir þeirra eru ráðherrar:

Ásbjörn Óttarsson fjárlaganefnd, varamaður í atvinnuveganefnd
Ásmunur Daði Einarsson, umhverfis- og samgöngunefnd, varamaður í atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd
Einar K. Guðfinnsson, atvinnuveganefnd, varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Guðmundur Steingrímsson, velferðarnefnd
Gunnar Bragi Sveinsson, stjórnskipunar og eftirlitsnefnd
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Lilja Rafney Magnúsdóttir, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, varamaður í fjárlaganefnd
Ólína Þorvarðardóttir, umhverfis- og samögnunefnd, atvinnuveganefnd, varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd