30/10/2024

Vestfirsk ævintýrahandbók fjölskyldunnar

Á málþingi um börn og ferðalög á Drangsnesi í vorMarkaðsstofa Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa gefið út Ævintýrahandbók fyrir fjölskylduna um Vestfirði sumarið 2009. Í bókinni er að finna spennandi og skemmtileg ævintýri sem fjölskyldur geta upplifað saman á Vestfjörðum, en markmiðið með útgáfunni er að hjálpa fjölskyldum að lenda í margvíslegum litlum ævintýrum á Vestfjörðum. Sagt er frá náttúrulaugum, sundlaugum, skemmtilegum fjörum, spennandi gönguleiðum og ævintýralegum leynistöðum. Ættu allar fjölskyldur, börn og fullorðnir, að geta fundið eitthvað áhugavert. Búið er að dreifa bæklingnum víða og má meðal annars nálgast hann á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík.