22/12/2024

Vestanviður á sýningunni í Fífunni

Eitt nýjasta fyrirtækið á Ströndum, Vestanviður ehf, er með bás á stórsýningunni í Fífunni. Vestanviður sérhæfir sig í sölu á fyrsta flokks sedrus-viði sem fluttur er inn frá Bandaríkjunum. Það er Jamison E. Johnson á Hólmavík sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Sedrusviður er í kynningu sagður þekktur fyrir endingu og gæði, auk þess sem hann hefur einstakt veður- og vætuþol. Sími hjá fyrirtækinu er 577-1177 og 691-4131, en netfangið er vestanvidur@vestanvidur.is.

Finnur Ólafsson var í básnum þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við og bar sig fagmannlega við kynningar- og sölustörfin – ljósm. Jón Jónsson.