22/12/2024

Verktakafélagið Glaumur í Garðabæ átti lægsta boð


Í dag voru opnuð tilboð í vegagerð í norðanverðum botni Steingrímsfjarðar. Þar á að leggja nýjan veg, samtals 2,8 km á Strandavegi (643) frá vegamótum við Djúpveg að afleggjaranum að Geirmundarstöðum. Aðrir afleggjarar sem fylgja útboðinu eru 400 metrar. Samkvæmt frétt um útboðið á að ljúka verkefninu að fullu fyrir 15. nóvember 2013, en samkvæmt heimildum strandir.saudfjarsetur.is er miðað við að hægt verði að aka veginn og nýta nýju brúna næsta vetur, þótt slitlagið verði ekki komið á í haust. Fimm tilboð bárust og var það lægsta að upphæð 147.706.200.- eða 75,9% af kostnaðaráætlun. Lægsta boð á Verktakafélagið Glaumur ehf í Garðabæ.

 

Bjóðandi Tilboð kr.  
Áætlaður verktakakostnaður 194.600.000
Þróttur ehf., Akranesi 190.662.060
Nesey ehf., Selfossi 175.000.000
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki 171.957.000
Borgarverk ehf., Borgarnesi 166.520.000
Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ            147.706.200