22/12/2024

Verkstæðishús rís á Hólmavík

Í gær hófst uppsetning á límtréseiningum í nýju verkstæðishúsi Orkubús Vestfjarða á Skeiði á Hólmavík. Áætlað er að uppsetningu verði lokið eftir nokkra daga og húsið verði risið og fokhelt í næstu viku, ef veðurfar spillir ekki fyrir. Um er að ræða um það bil 200 fermetra verkstæðishús sem verður tengt við húsið sem fyrir er á lóð Orkubúsins. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 21. október síðastliðinn. Trésmiðjan Höfði ehf á Hólmavík sér um verkið með aðstoð starfsmanna Orkubúsins á Hólmavík.

Húsið rís hratt og örugglega – ljósm. Ingimundur Pálsson