22/12/2024

Verkefnið Veisla að vestan kynnt á súpufundi í dag

Á súpufundi Þróunarsetursins á Hólmavík í dag verður Veisla að vestan sem er þróunarverkefni í matartengdri ferðaþjónustu kynnt til sögunnar. Í verkefninu taka þátt fjöldi aðila frá Ströndum ásamt
mörgum öðrum aðilum á Vestfjörðum. Tilgangur verkefnisins er fyrst og
fremst að vekja athygli á á vestfirskum matvælum sem muni leiða af sér
aukinn sýnileika. Strandamenn ásamt öðrum íbúum Vestfjarðakjálkans búa yfir
aldalangri hefð við framleiðslu hverskyns matvæla og hyggjast nýta
þekkingu sína og hasla sér enn frekari vöxt á sviði matvælaframleiðslu,
þróunar og markaðssetningar. Það er Viktoría Rán Ólafsdóttir
verkefnisstjóri hjá ATVEST sem kynnir verkefnið á súpufundi
í dag á Café Riis frá kl. 12:00-13:00.

Þetta verður sjöundi súpufundurinn í
vetur sem eru haldnir í hádeginu á Café Riis alla fimmtudaga í vetur.
Mjög vel er látið af fundunum og þátttaka á þeim hefur verið framar
öllum vonum.