30/10/2024

Vel heppnuð leikferð um Norðurland

Leikfélag Hólmavíkur lagði land undir fót um síðustu helgi og sýndi leikritið Viltu finna milljón? á Hvammstanga og Siglufirði og í Hrísey. Leikferðin var mjög vel heppnuð og mæting á sýningar með ágætum á öllum stöðunum. Nú er farið að síga á seinni hlutann hvað varðar sýningarprógrammið, en framundan er síðasta sýning á verkinu á Hólmavík. Hún verður á föstudaginn kemur í Félagsheimilinu á Hólmavík, þann 29. maí kl. 20:00 og eru Strandamenn hvattir til að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.

Hrísey

atburdir/2009/580-leikferd3.jpg

Ljósmyndir úr leikferð – Kristín S. Einarsdóttir