Undankeppni í landshlutakeppni Samfés fór fram á Ísafirði í gær og fjölmenntu krakkar víðs vegar af Vestfjörðum á svæðið. Þrjú atriði frá Ströndum tóku þátt í söngvakeppninni og stóðu krakkarnir sig vel og voru vel studdir af félögum sínum í Grunnskólanum á Hólmavík sem fjölmenntu vestur. Þeir náðu þó ekki í tvö efstu sætin sem gáfu þátttökurétt í aðalkeppninni. Á eftir var ball og að skemmtuninni lokinni brunuðu Strandamenn heim á leið og voru komnir á Strandir um miðja nótt. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is fékk meðfylgjandi myndir frá Matthildi Helga- og Jónudóttur á Ísafirði.
Siguratriðið frá síðasta ári
Hafþór Torfason á Broddadalsá flytur sitt atriði
Sigurvegarinn að þessu sinni – Sigrún Gunndís Harðardóttir
Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir og Silja Dagrún Júlíusdóttir á Hólmavík sungu sitt hvort lagið í keppninni
Ljósm. frá Matthildi Helga- og Jónudóttur