25/11/2024

Vel heppnað Strandamannamót og þuklaraball

Arnar setti hátíðinaUm helgina hélt Sauðfjársetur á Ströndum skemmtun í félagsheimilinu á Hólmavík undir yfirskriftinni Strandamannamót og þuklaraball. Hér er um að ræða bændahátíð Sauðfjársetursins í nýjum búningi og er skemmtunin hugsuð sem uppskeruhátíð Strandamanna og góðvina þeirra í sumarlok. Að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra gekk hátíðin ljómandi vel, þótt hann hefði viljað sjá fleiri Strandamenn og Hólmvíkinga í salnum. Rúmlega 100 manns mættu á hátíðina og var í þeim hópi dágóður hópur sem einnig var kominn til að taka þátt í landsmóti í spuna og hrútadómum á Sævangi daginn eftir.

Arnar

Lambakjötið af Ströndum bregst ekki og mjög vel var látið af matnum. Salurinn var skemmtilega skreyttur af harðsnúnu starfsfólki Sauðfjársetursins og fjölskyldum þeirra og hefur sennilega sjaldan litið betur út.

Bræðurnir Jón og Arnar Jónssynir hittust í smalamennsku á sviðinu og sögðu hver öðrum og salnum nokkrar vel valdar lygisögur.

saudfjarsetur/580-strandamannamot4.jpg

Einn leikþátturinn var stranglega bannaður innan 18 ára. Hér eru Salbjörg Engilbertsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík í sínum hlutverkum í honum.

saudfjarsetur/580-strandamannamot2.jpg

Gísli Einarsson fór á kostum í hlutverki veislustjóra og reitti af sér brandarana.

– ljósm. Ásdís Jónsdóttir