22/12/2024

Vegurinn um Arnkötludal vígður á miðvikudag

300-arnkatla-maiFrá því er sagt á ruv.is að vígslu nýja vegarins um Arnkötludal, milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar á Ströndum, hefur verið frestað um nokkra daga. Til stóð að vígja veginn í dag, en vegna slæms veðurútlits hefur því verið frestað fram til miðvikudags í næstu viku, 14. október. Reikna má með að þá verði mikið um dýrðir á Ströndum og góð mæting á vígsluathöfnina, en ekki hefur enn komið fram hvernig hátíðarhöldum verður háttað. Búið er að merkja leiðir til allra átta við gatnamótin við Hrófá þar sem vegur nr. 68 suður Strandir og Djúpvegur nr. 61 mætast og umferð hefur verið hleypt á Arnkötlu fyrir nokkru þannig að þeim stöðum sem tengdir eru Hólmavík með bundnu slitlagi hefur fjölgað mjög.