23/12/2024

Vegur um Mjóafjörð boðinn út

Tölvumynd: Línuhönnun hfÚtboð á vegagerð um Mjóafjörð í Djúpi hefur nú verið auglýst á vef Vegagerðarinnar. Verkefnið snýst um vegagerð á 14,5 km kafla Djúpvegar, frá Rauðagarði á Reykjanesi að Hörtná vestan Mjóafjarðar. Innifalið í verkinu er m.a. að gera fyllingu á Mjóafjörð og Reykjafjörð og byggja þrjár brýr, 130 m stálbogabrú á Mjóafjörð, 60 m spennta bitabrú á Reykjafjörð og 10 m steypta plötubrú á Vatnsfjarðarós. Á verkinu að vera lokið 1. nóvember 2008. Frestur til að skila tilboðum er til 5. desember 2006 og verða tilboð opnuð þann dag.

Ekki er fyrirhugað að auglýsa útboð á vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal á þessu ári og ekki kemur fram á vef Vegagerðarinnar hvenær á næsta ári verkið verður auglýst.


Fyrirhuguð brú yfir Mjóafjörð

Tölvum.: Línuhönnun hf – Birt í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar 23. tbl. 2005