Óhapp varð í morgun við Asparvík þegar veghefill frá Vegagerðinni lenti utan vegar í brekkunni nyrst í Illaholti. Hefillinn stöðvaðist í vegarkantinum eftir að hafa snúist út af á svellbunka. Snarbratt er niður þar sem óhappið varð og mildi að ekki fór verr. Jón Gísli Jónsson veghefilstjóri slapp ómeiddur frá þessu óhappi. Myndirnar sýna aðstæður þar sem óhappið varð glögglega. Ýta og tæki eru væntanleg á staðinn til að draga hefilinn upp.
Ljósm. Jenný Jensdóttir