22/12/2024

Vegaframkvæmdir við Bjarnarnes

Frá ræsagerð í Árneshreppi - ljósm. Jón G.G.Vegna ræsagerðar verður Drangsnesvegur (vegur nr. 645) lokaður við Bjarnarnes frá þriðjudeginum 18. september til og með föstudagsins 21. september. Vegfarendum er bent á að fara Strandaveg (vegur nr. 643) um Bjarnarfjarðarháls og Selströnd ef þeir ætla á milli Bjarnarfjarðar og Drangsness. Vegurinn milli Drangsness og Hólmavíkur er opinn.