22/12/2024

Vefsíðugerð, blogg og fjármálin

FræðslumiðstöðinÍ fyrri hluta apríl er fyrirhuguð að hefja og halda þrjú námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík. Þau námskeið sem verða haldin á Hólmavík eru Vefsíðugerð með Front Page sem hefst mánudaginn 4. apríl og er 6 kvölda námskeið. Kennari þar er Kristín Einarsdóttir. Námskeiðið Fjármál heimilanna verður 5. og 7. apríl, en kennari þar er Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. Loks verður Blogg-námskeið sem Kristín Einarsdóttir er kennari á laugardagana 9. og 16. apríl. Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar og þar er einnig hægt að skrá sig og einnig í síma 456-5025.