30/10/2024

Veðurstöðin í Litlu-Ávík 10 ára

Veðurstöðin í Litlu-Ávík í Árneshreppi átti 10 ára afmæli þann 12. ágúst síðastliðinn. Á vefsíðu Jóns G. Guðjónssonar veðurathugunar-manns www.litlihjalli.it.is kemur fram að kl. 18:00, þann 12 ágúst 1995, hafi fyrsta veðurskeytið verið sent frá stöðinni. Veðurstöðin er skeytastöð sem þýðir að öll veðurskeyti sem send eru þaðan koma fram í útvarpssendingum og textavarpi og fara einnig beint inn á allar dreifingarstöðvar netsins um veður 5 sinnum á sólarhring. Stöðin í Litlu-Ávík er eina mannaða stöðin við vestanverðan Húnaflóa frá Æðey að Hrauni á Skaga.

Frá upphafi hefur Jón Guðbjörn Guðjónsson verið veðurathugunarmaður, en Litla-Ávík er hans heimajörð, þar er hann fæddur og uppalinn. Jón starfaði syðra frá 1968 og var í um tuttugu ár bifreiðarstjóri í Reykjavík. Hann segist hafa verið orðinn þreyttur á keyrslunni og gripið tækifærið þegar Veðurstofan bað hann um að sjá um veðurathugunastöð í sinni gömlu sveit og flutt norður aftur eftir námskeið um ýmislegt sem tengist veðurathugunum.

Auk venjubundinna veðurathugana sér Jón um sjávarhitamælinginar og mælingar á lágmarkshita við jörð, auk nauðsynlegs eftirlits með hafís fyrir hafísdeild Veðurstofu Íslands.

Jón G.G. – mynd af vefsíðunni www.litlihjalli.it.is