22/12/2024

Veðurhorfur næstu daga

Veðurhorfur næstu dagaVeðurspá fyrir næsta sólarhring gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt og snjókomu með köflum, en norðaustan 10-15 m/s undir kvöld og éljagang. Hita er spáð um og undir frostmarki. Á miðvikudag er síðan spáð norðan og norðvestan 8-13 m/s og snjókomu eða éljum á landinu og frosti 3-13 stig. Á Þorláksmessu og Aðfangadag er síðan spáð norðlægri átt með éljum víða um land. Kalt verður þá í veðri, frost víða 13-18 stig til landsins.

Samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar er nú snjór á vegi um allar Strandir og þungfært í Árneshrepp, en merki sýna að verið sé að opna alla aðalvegi.