22/12/2024

Veður og færð

Veður og færðHefðbundnir vegir á Ströndum eru nú færir, en búast má við mikilli hálku þar sem hiti er kominn upp fyrir frostmark. Veðurspáin er eftirfarandi: Suðvestan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en 10-15 með kvöldinu og rigning öðru hverju. Suðvestan 13-20 og dálítil rigning á morgun. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig í kvöld og á morgun. Spáin gerir síðan ráð fyrir 5-12 stiga hita í vikunni.