22/12/2024

Vatnslaust að morgni 17. júní

Samkvæmt tilkynningu frá áhaldahúsi Strandabyggðar verður vatnslaust í appelsínugula og bláa hverfinu á Hólmavík (innan við Sýslumannshallann) að morgni 17. júní vegna viðgerðar á vatnskerfinu. Lokað verður fyrir vatnið frá kl. 9:00 og standa vonir til að viðgerð taki minna en hálftíma.