22/12/2024

Vatnsflóð á Héraðsbókasafninu

Börnin að skoða í bókasafnstölvunniÍ morgun þegar komið var til starfa í Héraðsbókasafni Strandasýslu kom í ljós að þar hafði vatn komist inn í vatnsveðrinu í nótt. Dularfullur pollur var þar á miðju gólfi og sjá menn ekki betur nú í augnablikinu, en vatnið hafi komið upp um gólfið. Allur bókakostur safnsins slapp óskaddaður. Þrif og þurrkun standa yfir.